Dagforeldrastéttin í hættu Eva Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2014 07:00 Sigrún Edda Lövdal á vinnustað sínum. Dagforeldrar telja um 470 á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira