Segist fylgjast betur með símhlerunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2014 12:30 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans. Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00