Segist fylgjast betur með símhlerunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2014 12:30 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans. Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00