Segist fylgjast betur með símhlerunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2014 12:30 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans. Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00