Mist Edvardsdóttir skoraði fyrra mark Íslands sem var jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark en það var svo markadrottningin HarpaÞorsteinsdóttir sem tryggði Íslandi sigurinn á 85. mínútu eftir að Noregur hafði jafnað metin.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerði átta breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag en hann ætlar að leyfa öllum að spila á mótinu. Það eru kynslóðaskipti í íslenska landsliðinu og ungir og óreyndir leikmenn í hópnum. Þeir stóðu sig vel í dag.
Þóra B. Helgadóttir, aðalmarkvörður Íslands til margra ára, spilaði sinn 100. landsleik í dag en náði því miður ekki að halda hreinu í tilefni dagsins. Hún fékk þó sigur ofan á að ná þessum merkisáfanga.
Hér að neðan má sjá myndir sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók á leiknum gegn Noregi á Algarve íd ag.







