Þurfum að læra að byggja í þéttri byggð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 10:00 Auður Sigríður Kristinsdóttir sýnir hvernig molnað hefur úr veggjum í kjallara húss hennar vegna sprenginganna á Lýsisreitnum. VÍSIR/GVA Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira