Þurfum að læra að byggja í þéttri byggð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 10:00 Auður Sigríður Kristinsdóttir sýnir hvernig molnað hefur úr veggjum í kjallara húss hennar vegna sprenginganna á Lýsisreitnum. VÍSIR/GVA Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“