Þurfum að læra að byggja í þéttri byggð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 10:00 Auður Sigríður Kristinsdóttir sýnir hvernig molnað hefur úr veggjum í kjallara húss hennar vegna sprenginganna á Lýsisreitnum. VÍSIR/GVA Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira