Atlético Madrid er komið með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Málaga í kvöld. Barcelona getur náð toppsætinu á ný með sigri á Elche á morgun.
Atlético Madrid hefur átt magnað tímabil til þessa undir stjórn Argentínumannsins Diego Simeone en þetta var sextándi sigur liðsins í átján leikjum.
Atlético Madrid hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og tókst með þessum sigri að setja pressu á Börsunga á morgun.
Koke, 21 árs uppalinn miðjumaður, skoraði sigurmarkið í leiknumk tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórða deildarmark hans á leiktíðinni en hann hefur einnig gefið 9 stoðsendingar í 18 leikjum.
Koke skaut Atlético upp fyrir Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti


Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


