Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra 16. október 2014 17:43 Vísir/GVA/PJETUR Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira