„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2014 15:59 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum. Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27