„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2014 15:59 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum. Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27