„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2014 15:59 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum. Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27