Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Það kostar tæpar sex þúsund krónur að fá flýtiafgreiðslu á lánshæfismati. Fréttablaðið/Vilhelm Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira