Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2014 12:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið. Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið.
Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47