Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2014 12:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið. Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
„Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið.
Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47