Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:47 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Össur lýsir því á nokkrum stöðum í bókinni hvernig Samfylkingin notaði virkjanir í neðri Þjórsá sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum við Vinstri græna í því skyni að halda áfram umsóknarferlinu um aðild að Evrópusambandinu. Þannig lýsir hann fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012: „Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“Urriðafoss. Össur segir lögmæt rök að hann sé fallegur en blæs á laxarökin.Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB.Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir ákváðu að nota skyldi „laxarökin".Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Össur lýsir því á nokkrum stöðum í bókinni hvernig Samfylkingin notaði virkjanir í neðri Þjórsá sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum við Vinstri græna í því skyni að halda áfram umsóknarferlinu um aðild að Evrópusambandinu. Þannig lýsir hann fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012: „Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“Urriðafoss. Össur segir lögmæt rök að hann sé fallegur en blæs á laxarökin.Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB.Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir ákváðu að nota skyldi „laxarökin".Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira