Pétur Blöndal sækist eftir ráðherrastóli Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 10:59 Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“ Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira