Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2014 07:00 Rúmlega 900 manns vinna á Grundartanga í 13 fyrirtækjum. Fréttablaðið/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira