Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2014 07:00 Rúmlega 900 manns vinna á Grundartanga í 13 fyrirtækjum. Fréttablaðið/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira