Mirallas mundaði skotfótinn vinstra megin fyrir utan teig og smellti boltanum í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Hugo Lloris í marki heimamanna.
Því miður fyrir Mirallas jafnaði Christian Eriksen metin skömmu síðar, en þetta glæsilega mark Belgans má sjá í spilaranum hér að ofan.