Enski boltinn

Gerrard neitar sögusögnum um ósætti milli hans og Rodgers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gerrard býr sig undir að koma inn á gegn Stoke í gær.
Gerrard býr sig undir að koma inn á gegn Stoke í gær. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir ekkert hæft í orðróminum um meint ósætti milli hans og knattspyrnustjórans Brendans Rodgers, en Gerrard byrjaði á varamannabekknum þegar Liverpool vann Stoke í gær.

Fyrirliðinn kom inn á þegar stundarfjórðungar var eftir, en tíu mínútum síðar skoraði Glen Johnson sigurmark Liverpool og tryggði liðinu fyrsta deildarsigurinn síðan 19. október.

„Bara til að koma því á hreint, þá er það tómt bull að okkur hafi lent saman,“ skrifaði Gerrard á Instagram-síðu sína í dag.

Í gær voru 16 ár liðin frá því Gerrard þreytti frumraun sína með aðalliði Liverpool. Eftir leikinn gegn Stoke viðurkenndi Rodgers að hann hefði ekki vitað af þessum áfanga.

„Ég vissi ekki að það væru 16 ára síðan fyrr en ég sá leikskrána í búningsklefanum,“ sagði Rodgers við blaðamenn í gær.

Liverpool sækir Leicester City heim á þriðjudaginn í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

„Ég þyki líklegastur til að verða rekinn“

Gengi Liverpool á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og stjóri liðsins, Brendan Rodgers, þykir valtur í sessi. Þetta viðurkenndi hann sjálfur á blaðamannafundi í gær.

Rodgers vissi ekki af afmælinu

Eftir 1-0 sigur Liverpool á Stoke City í gær sagðist Brendan Rodgers ekki hafa verið meðvitaður um að 16 ár væru liðin frá því Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Kolo Touré: Brendan Rodgers er gáfaður eins og Wenger

Kolo Touré, núverandi leikmaður Liverpool og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að knattspyrnustjóri sinn í dag, Brendan Rodgers, sé að mörgu leyti líkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal frá árinu 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×