Fótbolti

Ragnar og félagar í annað sæti í Rússlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ragnar Sigurðsson tæklar Samuel Eto'o í Evrópudeildarleik.
Ragnar Sigurðsson tæklar Samuel Eto'o í Evrópudeildarleik. vísir/getty
Krasnodar, lið landsliðsmiðvarðarins Ragnars Sigurðssonar, er í öðru sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Terek Grozny í dag.

Brasilíumaðurinn Wanderson skoraði eina mark leiksins fyrir Krasnodar í dag á 18. mínútu, en Ragnar og félagar í vörninni héldu markinu hreinu.

Krasnodar er með 30 stig í öðru sæti á eftir Zenit frá Pétursborg sem er í efsta sætinu með 35 stig.

Stórlið CSKA Mosvku er í þriðja sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir Ragnari og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×