Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark er Sandnes Ulf tapaði fyrir Rosenborg í Noregi í kvöld.
Markið kom eftir aðeins 39 sekúndur en boltinn fór af hæli Hannesar í markið eftir fyrirgjöf Alexander Söderlund, fyrrum leikmanni FH.
Tobias Mikkelsen skoraði síðar mark Rosenborg á 61. mínútu en með sigrinum komst liðið upp í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Sandnes Ulf er sem fyrr neðst með fimm stig.
Þá fóru fjórir leikir fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kristinn Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem tapaði fyrir Arnóri Smárasyni og félögum í Helsingborg, 1-0. Arnór spilaði allan leikinn.
Þeir Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í liði Halmstad sem tapaði fyrir Malmö, 3-1.
Halldór Orri Björnsson spilaði allan leikinn fyrir Falkenberg sem vann dramatískan sigur á Djurgården, 1-0, en sigurmark liðsins kom í blálok leiksins.
Helsingborg er í ellefta sæti með tíu stig og Falkenberg er í því tólfta með átta stig. Brommapojkarna, Mjällby og Halmstad eru svo í þremur neðstu sætunum með fimm stig.

