Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 18:15 Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. VISIR/AFP Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira