Enski boltinn

Mourinho: Drogba ekki hégómafullur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lofaði mjög sóknarmanninn Didier Drogba eftir 3-0 sigur liðsins á Tottenham í gær. Drogba skoraði eitt marka liðsins í leiknum.

„Hann er fyrst og fremst leikmaður sem spilar fyrir liðið. Hann er óeigingjarn og ekki hégómafullur. Hann er hógvær náungi sem leggur sig alltaf fram fyrir liðið og berst fyrir það. Hann var frábær,“ sagði Mourinho.

Drogba var hjá Chelsea frá 2004 til 2012 og vann á þeim tíma alls tíu titla. Hann sneri svo aftur til félagsins í sumar og er 36 ára gamall.

Mourinho vissi ekki hvort hann myndi spila áfram eftir núverandi leiktíð. „Það mikilvæga er að hann er hér og mun ljúka sínum ferli með Chelsea. Mér sýnist að hann verði áfram hjá félaginu að sinna öðrum verkum eftir að leikmannferlinum lýkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×