Blússandi barnabókasala Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Það hefur ávallt gefist vel að gefa út bækur fyrir blessuð börnin, og nú sem aldrei fyrr. Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira