Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 08:30 Fyrirhuguð staðsetning kísilvers Thorsil er á lóð sem búið var að úthluta til annars fyrirtækis. Vísir/GVA Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira