Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 08:30 Fyrirhuguð staðsetning kísilvers Thorsil er á lóð sem búið var að úthluta til annars fyrirtækis. Vísir/GVA Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Í frummatsskýrslu um umhverfismat Thorsil í Helguvík, sem birtist á vef Skipulagsstofnunar þann 24. október, sést að fyrirhuguð staðsetning þess er á sömu lóð og áður hafði verið hugsuð fyrir annað fyrirtæki. Hitt fyrirtækið heitir Atlantic Green Chemicals og er með samþykkt umverfismat fyrir starfsemi sína á sömu lóð. Fyrirtækið hefur jafnframt fengið undirritaða staðfestingu fyrir vilyrði þeirrar lóðar. Atlantic Green Chemicals er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla sér að byggja upp iðnað í Helguvík. Mun fyrirtækið nota varmaorku frá kísilverum í sína framleiðslu. Jón Jónsson, lögmaður fyrirtækisins, telur bæjaryfirvöld þurfa að skýra frá því hvers vegna þetta hafi gerst. Frummatsskýrslan sem birtist á vef Skipulagsstofnunar og gerir ráð fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík kom fyrirsvarsmönnum Atlantic Green Chemicals í opna skjöldu. „Verksmiðjan á að vera á þeirri lóð þar sem fyrirhuguð uppbygging Atlantic Green Chemicals á að vera. Við höfum klárað umhverfismat sem Skipulagsstofnun samþykkti í maí 2012. Því kemur þetta mjög á óvart. Við munum fara fram á svör vegna þessa,“ segir Jón. Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir rétt að Thorsil sé sett niður á lóð sem var áður hugsuð fyrir Atlantic Green Chemicals. Þó sé ekkert að óttast fyrir síðarnefnda fyrirtækið þar sem fjöldi lóða standi því til boða og að samræður séu hafnar milli aðilanna um að finna farsæla lausn á lóðamálum Helguvíkur. „Við munum nú fara í viðræður við Atlantic Green, fyrirtækinu standa nú til boða aðrar lóðir sem geta nýst því í þeirri starfsemi sem það hyggur á í Helguvík. Áformaður er fundur milli Atlantic Green og Reykjanesbæjar til þess að koma þessum málum á hreint,“ segir Pétur. Hann telur að nú sé ákveðin stígandi í málefnum Helguvíkur og hjólin farin að snúast fyrir alvöru. „Við höfum verið að bíða eftir því í nokkurn tíma að uppbyggingin færi á skrið og nú erum við farin að sjá fram á það. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru í fullum gangi og með þessari framkvæmd verða til hundruð starfa,“ segir Pétur. Kísilver United Silicon og Thorsil eru bæði með leyfi fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu. Einnig eru enn uppi áform um að álver rísi í Helguvík.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira