Þórey og blaðamenn DV leita sátta Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2014 19:47 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Jóhann Páll Jóhansson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV. „Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
„Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28
Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37