Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 20:07 Guðni segir að þrátt fyrir að hann sé hættur við framboðið, hafi samstarfið við kjördæmisráð gengið vel. „Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira