Þýski boltinn | Pizarro skoraði tvö í sigri Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 22:22 Claudio Pizarro skorar fyrir Bayern München í dag. Vísir/Getty Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund. Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn