Flytja lögheimili og greiða lægri skatta Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Skorradalshreppur leggur á það lágt útsvar að einstaklingar vilja nýta sér það til að njóta lægri skatta en gengur og gerist annars staðar. Fréttablaðið/JSE Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvarið á landinu og sækja einstaklingar í að færa lögheimili sitt í hreppinn þó þeir búi ekki þar að staðaldri. Skráðir íbúar eru 58 talsins og að mati oddvita hreppsins yrði það akkur fyrir hreppinn ef hægt væri að flytja lögheimili í frístundahús í hreppnum. Útsvarshlutfallið sem Skorradalshreppur leggur á íbúa sína er 12,44 prósent. Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar sem er 14,52 prósent. Þetta misræmi getur þar af leiðandi búið til hvata fyrir einstaklinga til að færa lögheimili sitt í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi hærri laun á mánuði. Undir þetta tekur oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að hluti þeirra, sem eru með lögheimili í Skorradalshreppi, sé ekki með búsetu á svæðinu heldur nýti sér lágt útsvar hreppsins. Fréttablaðið sagði í gær frá gagnrýni á frumvarp um að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga og bent væri á að það gæti ýtt undir þá þróun að skattaparadísir verði til á landinu. „Hér í Skorradalshreppi eru um 60 skráðir íbúar, það er svo sem teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega sefur,“ segir Árni Hjörleifsson. „Fólk hefur verið að fá að breyta sumarbústöðum í heilsársbústað til að fá að vera með lögheimili í hreppnum, síðan á það lítið afdrep í bænum. Þetta er að verða svolítið ríkjandi. Við þurfum hins vegar að breyta deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið að veruleika. Útsvarið hjá okkur er það lægsta á landinu,“ segir Árni. Þegar Árni er spurður að því hvort það sé þá akkur fyrir einstaklinga að færa lögheimili til að njóta þessara skatta segir hann svo vera. „Ég held að það hljóti að vigta eitthvað. Maður heyrir það á höfuðborgarsvæðinu að það sé betra að búa hér en annars staðar. Fyrir suma skiptir þetta litlu máli en fyrir aðra sem eru með einhverjar tekjur að ráði þá vigtar þetta, annars er þetta ekki stórt mál fyrir aðra.“Um 700 frístundahús eru í hreppnum en lögbýlin eru mun færri „Sumir bústaðirnir í hreppnum eru hátt í 200 fermetra hús sem eru eins og burðugustu hús í borginni. Einnig er svo lítið mál að skjótast hingað eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Fólk vill náttúrulega vera með sína búsetu hér og smá aðstöðu í bænum. Ég reikna með að hreppsnefndin muni taka þetta alvarlega til skoðunar, að breyta skipulagi hreppsins til að gera fólki kleift að vera með heilsársbúsetu hér í hreppnum.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira