Enski boltinn

Ashley Young þakkar guði fyrir marklínutæknina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young.
Ashley Young. Vísir/Getty
Ashley Young var hetja Manchester United í sigrinum á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Young skoraði reyndar ekki mark í leiknum heldur bjargaði á ótrúlegan hátt á marklínu á lokasekúndunni.

Mame Biram Diouf fékk boltann í markteignum eftir frákast af öðru skoti en tókst ekki að koma boltanum framhjá Ashley Young sem komst fyrir skotið hans á marklínunni.

Dómarar leiksins gátu treyst á marklínutæknina sem sýndi  það svart á hvítu að boltinn fór ekki allur inn þótt að það hafi munað ótrúlega litlu.

„Við erum ánægðir með að marklínutæknin hafi verið tekin í gagnið. Dómarinn var þarna með úrið sitt og um leið og boltinn fór í fótinn á mér þá leit ég á hann til að sjá hvort hann ætlaði að dæma mark. Hann dæmdi ekki mark og við náðum að landa sigrinum. Ég þakka því guði fyrir marklínutæknina," sagði Ashley Young í viðtali á heimasíðu Manchester United.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að hugsa. Diouf náði skotinu og ég held að boltinn hafi farið af rassinum á mér. Það voru bara ósjálfráð viðbrögð að snúa við og hlaupa í þessa átt. Ég reyndi bara að setja löppina út og vonaði það besta. Sem betur fer hafði ég heppnina með mér og mér fannst að við áttum að skora fleiri mörk," sagði Ashley Young.

Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu björgun Ashley Young sem og hversu boltinn var nálægt því að fara inn fyrir marklínuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×