Fótbolti

Gunnhildur á leið til Stabæk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mun ganga til liðs við Stabæk í norsku úrvalsdeildinni en það kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Gunnhildur mun hafa skrifað undir eins árs samning við félagið en hún var síðast á mála hjá Grand Bodö í Noregi eftir eins og hálfs árs dvöl hjá Arna-Björnar.

Grand Bodö féll úr úrvalsdeildinni í haust en Stabæk hafnaði í öðru sæti, fimm stigum á eftir Noregsmeisturum LSK Kvinner.

Hún er 26 ára miðjumaður og á að baki samtals 13 leiki með A-landsliði Íslands.


Tengdar fréttir

Gunnhildur Yrsa og félagar fallnar

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Grand Bodo eru fallnar úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var ljóst eftir 2-1 tap gegn Arna-Björnar í dag.

Gunnhildur Yrsa og félagar í erfiðri stöðu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar í Grand Bodo eru komnar í ansi erfiða stöðu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Trondheim Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×