Enski boltinn

Sanchez bjargaði Arsenal | Myndband

Arsenal er að rétta úr kútnum og náði að merja sigur á spútnikliði Southampton í kvöld.

Southampton sýndi Arsenal enga virðingu í upphafi leiks og pressaði grimmt. Þrátt fyrir fín tilþrif beggja liða gekk ekkert að skora.

Það var ekki fyrr en í blálokin sem Arsenal tryggði sér sigur. Alexis Sanchez fékk þá boltann í teignum eftir mikinn atgang og þrumaði honum í netið. Gríðarlega mikilvægt mark.

Arsenal er komið upp í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa ekki byrjað deildina eins illa í 32 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×