Enski boltinn

Shelvey í bann fyrir olnbogaskotið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shelvey í leiknum við Liverpool.
Shelvey í leiknum við Liverpool. Vísir/Getty
Jonjo Shelvey, miðjumaður Swansea, er á leið í fjögurra leikja bann eftir að hafa gefið Emre Can, miðjumanni Liverpool, olnbogaskot í leik liðanna á dögunum.

Swansea játaði brotið, en Shelvey missir af leikjum gegn QPR, West Ham og Chelsea í deildinni og einnig bikarleik gegn Tranmere í FA-bikarnum.

Shelvey sagði eftir leikinn að þetta hafi ekki verið viljandi og bað Can afsökunar. Velska liðið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem liðið sagðist ganga við banni Shelvey.

Stjóri Swansea, Garry Monk, sagði í viðtali á dögunum að Shelvey þyrfti að hætta þessari leti og byrja leggja meira á sig. Hann hefur fengið sjö gul spjöld á tímabilinu og eitt röð og það er einfaldlega of mikið að mati Monk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×