Enski boltinn

De Gea: Vonandi meira á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fagnar de Gea gegn Stoke á morgun?
Fagnar de Gea gegn Stoke á morgun? Vísir/Getty
David de Gea, markvörður Manchester United, segir að hann sé að bæta sig með hverju árinu sem líður hjá Manchester United.

De Gea gekk í raðir United sumarið 2011 fyrir tæplega nítján milljónir punda frá Atletico Madrid. Í upphafi átti Spánverjinn í vandræðum með hörkuna í enska boltanum, en hefur nú bætt sig gífurlega og er talinn einn af bestu markvörðum heims.

„Ég hef verið hér í fjögur ár og ég hef bætt mig á öllum sviðum markvörslunnar. Það er erfitt að taka eitthvað eitt út, því ég hef unnið vel á öllum sviðum," sagði de Gea sem segir að tungumálið sé að verða betra og betra hjá sér og það hjálpi:

„Það hefur hjálpað mér virkilega að ég hef farið í viðtöl á ensku því það hefur hjálpað mér að læra tungumálið betur."

„Sama hversu vel þú ert að spila, þú getur alltaf gert betur og það eru hlutir í leik þínum sem þú getur alltaf bætt. Þú getur bætt allt. Það er vonandi meira á leiðinni," sagði Spánverjinn að lokum.

United mætir Stoke á nýársdegi í hádegisleik, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×