Nýr útvarpsstjóri hreinsar til á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 18:19 Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira