Fótbolti

Basel og Anderlecht á eftir Scholz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scholz í baráttu við Stjörnumanninn Þorra Geir Rúnarsson á Laugardalsvellinum er U-21 lið Íslands og Danmerkur mættust í haust.
Scholz í baráttu við Stjörnumanninn Þorra Geir Rúnarsson á Laugardalsvellinum er U-21 lið Íslands og Danmerkur mættust í haust. Vísir/Getty
Alexander Scholz, varnarmaður Lokeren og danska U-21 landsliðsins, hefur vakið eftirtekt fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.

Scholz var á mála hjá Stjörnunni sumarið 2012 og var þá einn allra besti leikmaður Pepsi-deildar karla. Hann var seldur til Lokeren í ársbyrjun 2013.

Danska blaðið BT greinir frá því í dag að Basel frá Sviss hafi fylgst grannt með kappanum að undanförnu en hann er sagður hugsaður sem eftirmaður Fabian Schär sem er mögulega á leið frá svissneska félaginu.

Belgískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Anderlecht hafi áhuga á Scholz sem var nýlega valinn í úrvalslið deildarinnar af belgísku dagblaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×