Mikill viðbúnaður vegna sýruleka í flutningaskipi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. desember 2014 19:15 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar í ljós kom að fjörutíu lítrar af baneitraðri sýru hefðu lekið úr gámi flutningaskips sem kom til landsins í gærkvöldi. Afar sjaldgæft er að slík atvik komi upp. Flutningaskipið Reykjafoss, sem siglir fyrir Eimskip, lagði af stað hingað til lands frá Kanada fyrir um hálfum mánuði. Á mánudag veitti áhöfn skipsins því athygli að óþekkt efni læki úr einum af gámunum um borð, en það var eiturefnagámur sem innihélt nokkur hundruð lítra af rafgeymasýru, auk metanóls sem notað er til að blanda út rúðuvökva. Því var ákveðið að sigla skipinu til hafnar. „Í gær fengum við fréttir af þessu og fórum strax í að gera ráðstafanir, hafa samband við yfirvöld og undirbúa komu skipsins til landsins. Þá er beðið með að aflesta restina af gámunum þar til að gengið verður úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Ef skipið hefði verið affermt með venjulegum hætti hefðu þeir sem meðhöndla gáminn verið í stórhættu, en lífshættulegt er að komast í snertingu við sýruna eða anda henni að sér. Fyllsta öryggis var því gætt í aðgerðum slökkviliðs, en frétta- og myndatökumaður þurftu til að mynda að halda fjarlægð frá gámnum og snúa undan vindi. „Svona aðstæður eru alltaf hættulegar. Við erum með menn í öryggisbúningum og sá sem er að keyra lyftarann er með reykköfunartæki, svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu. Mjög sjaldgæft er að slík atvik komi upp, enda stöngum öryggiskröfum fylgt þegar raðað er í gámana. Veður hefur þó verið afar slæmt síðustu daga, og ljóst að mikið hefur gengið á, og sýra og farið um allan gáminn. Slökkviliðið var að störfum um sjö klukkutíma en að því loknu var efnunum eytt. Enn er unnið að því að þrífa og yfirfara skipið.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira