Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 12:27 Myndin vinstra megin er tekin í gær þegar þakplötur fuku af hlöðunni í Minnihlið. vísir/hafþór „Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar. Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07
Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13
„Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45
Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01
Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10
Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13
Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14
Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11