Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. desember 2014 11:01 Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis. Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum. Veður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum.
Veður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira