Safna fyrir hjóli til að Guðmundur Orri komist í hjólatúr með fjölskyldunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2014 16:00 Draumahjólið kostar um 1,5 milljón en það er með sérstökum rampi að framan sem hægt er að setja hjólastól eða kerru. Vísir / Esther Gestsdóttir Fjölskylda Guðmundar Orra, níu ára drengs á Akureyri, sem er greindur með heilalömun, þroskahömlun og flogaveiki safna nú fyrir sérstöku hjóli fyrir hann svo að hann geti farið út að hjóla með fjölskyldunni. Guðmundur Orri á þrjú systkini og er „útivistargaur“, að sögn móður hans, Estherar Gestsdóttur. „Þetta mun breyta mjög miklu,“ segir hún. „Þetta verður bylting fyrir hann. Hann fékk hjól þegar hann var yngri hjá Tryggingastofnun, sem var með þremur hjólum sem hann gat hjólað sjálfur á. Hann hefur hinsvegar farið svo aftur í hreyfiþroska að hann getur ekki notað það lengur. Hann hefur ekki orku eða líkamann í það. Þetta mun því verða mikil breyting.“ Guðmundur Orri þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hann getur tjáð sig með því að nota tákn með tali en hann getur líka sagt nokkur orð.Dýr draumurDraumahjólið kostar um 1,5 milljón en það er með sérstökum rampi að framan sem hægt er að setja hjólastólinn hans eða kerruna á hjólið. „Við bara rúllum honum upp á þennan ramp,“ segir Esther en vinafólk fjölskyldunnar á svoleiðis hjól sem Guðmundur Orri hefur fengið að prófa með fjölskyldunni. „Þá var hann alsæll,“ segir hún. Söfnunin hefur staðið síðan í lok ágúst og er þegar búin að safnast tæp milljón. „Við ætlum að panta eftir áramót þannig að hjólið verður komið í sumar,“ segir Esther. „Þetta eru mestmegnis einstaklingar sem hafa lagt inn á en svo fengum við frá einum félagasamtökum.“ Fjölskyldan hefur fengið að prófa sambærilegt hjól hjá vinafólki sínu.Vísir / Esther GestsdóttirEsther segir söfnunina hafa gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Okkur grunaði ekki að þetta myndi ganga svona ótrúlega vel. Fólk er búið að taka mjög vel í þetta og við erum mjög ánægð með þetta.“Í hjólatúr næsta sumar Fjölskyldan stefnir að því að fara í fyrsta hjólatúrinn með Guðmund Orra á nýja hjólinu næsta sumar. „Við erum mjög spennt. Þetta verður frekar skrýtið örugglega að fara öll saman,“ segir hún. „Ég hjóla með þeim yngsta í leikskólann, sæki hann fyrr og hjóla með honum heim, en það er alltaf leiðinlegt að geta ekki verið öll saman.“ Þó að hjólatúrarnir hafi ekki verið margir hefur fjölskyldan farið saman á skíði. „Það er mjög gaman,“ segir hún en skíðasvæðið í Hlíðafjalli hefur lánað Guðmundi Orra græjur til að gera honum kleift að skíða. Búnaðinn hefur Esther getað leigt fyrir son sinn til að fara á önnur skíðasvæði. „Hann er algjör útivistargaur og elskar að fara í útilegur og allt þetta. Hann er alveg „all in“ í þessu,“ segir hún. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning í vörslu í Arion banka. Reikningsnúmerið er 0347-13-110065 og kennitalan 020305-3040. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fjölskylda Guðmundar Orra, níu ára drengs á Akureyri, sem er greindur með heilalömun, þroskahömlun og flogaveiki safna nú fyrir sérstöku hjóli fyrir hann svo að hann geti farið út að hjóla með fjölskyldunni. Guðmundur Orri á þrjú systkini og er „útivistargaur“, að sögn móður hans, Estherar Gestsdóttur. „Þetta mun breyta mjög miklu,“ segir hún. „Þetta verður bylting fyrir hann. Hann fékk hjól þegar hann var yngri hjá Tryggingastofnun, sem var með þremur hjólum sem hann gat hjólað sjálfur á. Hann hefur hinsvegar farið svo aftur í hreyfiþroska að hann getur ekki notað það lengur. Hann hefur ekki orku eða líkamann í það. Þetta mun því verða mikil breyting.“ Guðmundur Orri þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hann getur tjáð sig með því að nota tákn með tali en hann getur líka sagt nokkur orð.Dýr draumurDraumahjólið kostar um 1,5 milljón en það er með sérstökum rampi að framan sem hægt er að setja hjólastólinn hans eða kerruna á hjólið. „Við bara rúllum honum upp á þennan ramp,“ segir Esther en vinafólk fjölskyldunnar á svoleiðis hjól sem Guðmundur Orri hefur fengið að prófa með fjölskyldunni. „Þá var hann alsæll,“ segir hún. Söfnunin hefur staðið síðan í lok ágúst og er þegar búin að safnast tæp milljón. „Við ætlum að panta eftir áramót þannig að hjólið verður komið í sumar,“ segir Esther. „Þetta eru mestmegnis einstaklingar sem hafa lagt inn á en svo fengum við frá einum félagasamtökum.“ Fjölskyldan hefur fengið að prófa sambærilegt hjól hjá vinafólki sínu.Vísir / Esther GestsdóttirEsther segir söfnunina hafa gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Okkur grunaði ekki að þetta myndi ganga svona ótrúlega vel. Fólk er búið að taka mjög vel í þetta og við erum mjög ánægð með þetta.“Í hjólatúr næsta sumar Fjölskyldan stefnir að því að fara í fyrsta hjólatúrinn með Guðmund Orra á nýja hjólinu næsta sumar. „Við erum mjög spennt. Þetta verður frekar skrýtið örugglega að fara öll saman,“ segir hún. „Ég hjóla með þeim yngsta í leikskólann, sæki hann fyrr og hjóla með honum heim, en það er alltaf leiðinlegt að geta ekki verið öll saman.“ Þó að hjólatúrarnir hafi ekki verið margir hefur fjölskyldan farið saman á skíði. „Það er mjög gaman,“ segir hún en skíðasvæðið í Hlíðafjalli hefur lánað Guðmundi Orra græjur til að gera honum kleift að skíða. Búnaðinn hefur Esther getað leigt fyrir son sinn til að fara á önnur skíðasvæði. „Hann er algjör útivistargaur og elskar að fara í útilegur og allt þetta. Hann er alveg „all in“ í þessu,“ segir hún. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning í vörslu í Arion banka. Reikningsnúmerið er 0347-13-110065 og kennitalan 020305-3040.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira