Enn á lífi: Rebekka úr Múla jörðuð á prenti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2014 11:34 Rebekka átti auðvelt með að hlæja að þessu öllu saman. „Það er ekki annað hægt,“ sagði hún. „Bróðir minn hringdi í mig og tilkynnti að hann væri mjög kátur að ég svaraði í símann,“ segir Rebekka Margrét Ágústsdóttir úr Múla. Rebekka er spelllifandi eins og lesendur Morgunblaðsins komust að í morgun þegar þeir renndu yfir minningargreinarnar í blaðinu. Þar var að finna leiðréttingu frá Gylfa nokkrum Guðjónssyni. Gylfi Guðjónsson, sem fermdist með Rebekku í Nauteyrarkirkju vorið 1958, skrifaði í síðustu viku minningargrein um Séra Baldur Vilhelmsson heitinn sem lést þann 26. nóvember síðastliðinn. Rifjaði Gylfi upp fermingu sína og nefndi fermingarsystkin sín þrjú. Fylgdi sögunni að þau væru öll látin að frátöldum Gylfa. Minningargreinin birtist þann 4. desember en í dag birtist leiðrétting í blaðinu:Úr minningargreininni í Morgunblaðinu þann 4. desember.Enn á lífiÍ minningargrein Gylfa Guðjónssonar um Séra Baldur Vilhelmsson sem birtist 4. nóvember síðastliðinn varð honum það á að segja Rebekku Ágústsdóttur frá Múla látna. Hið rétta er að hún er enn á lífi og vill Gylfi koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi. Athygli vekur að í leiðréttinginunni segir að minningargreinin hafi birst 4. nóvember þegar hið rétta er að hún var birt í Morgunblaðinu 4. desember. Sú villa hlýtur þó að teljast minniháttar miðað við hina. Rebekka var hin hressasta og skellihló þegar blaðamaður ræddi við hana í morgun. Henni hefði vissulega brugðið aðeins þegar bróðir hennar hringdi daginn sem minningargreinin birtist. Þá hafði kunningi haft samband snemma um morguninn, mikið niðri fyrir, og sagt að hann hefði nú mætt í jarðarförina hefði hann á annað borð vitað af henni.Sagðist hringja að handan Rebekka segist hafa fundið símann hjá uppeldisbróður sínum honum Gylfa og heyrt í honum hljóðið. „Ég spurði hann hvort hann kannaðist við mig. Hann sagðist hafa heyrt röddina. Þá sagði ég honum að ég væri að hringja að handan,“ segir Rebekka sem er greinilega með kímnigáfuna á réttum stað.Rebekka, sem er búsett á Akranesi, kvartaði ekki yfir veðrinu. Sagði vindinn hafa lægt til muna frá því sem var í morgun.Vísir/GVA„Honum brá svolítið,“ segir Rebekka. Aðspurð segist hún þó ekki hafa fengið útskýringu á því hvernig hún hefði „látið lífið“. „Hann var einhvern veginn með það á hreinu að þetta hefði gerst fyrir löngu.“ Gylfi hringdi svo í Rebekku síðar um daginn þegar hann var búinn að jafna sig á mistökunum. Hann baðst afsökunar og lagði til að birt yrði leiðrétting sem nú hefur verið gert. Hann velti því töluvert fyrir sér hvort Rebekka hefði aldrei mætt á Djúpmannamót í höfuðborginni sem fram fara með reglulegu millibili. „Ég hef aldrei farið en sagði honum að það mætti skoða það. Ef ég gæti fundið hvítt dress,“ segir Rebekka og hlær. „Það væri kannski réttara að mæta og leyfa fólki að sjá að ég sé lifandi!“Rebekka Margrét Ágústsdóttir er í fullu fjöri en hún fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu.Ekki jarðað á prenti Þótt Rebekka hafi mikinn húmor fyrir þessu öllu saman færir hún minningargreinarhöfundum þau ráð að kynna sér vel hvort fólk sé ekki örugglega látið áður en það er sett á blað. „Það hefur alveg komið fyrir mig að halda að fólk sé dáið sem reynist svo alveg sprelllifandi. En ég hef ekki jarðað það á prenti,“ segir Rebekka. Svo hafi einnig komið fyrir að hún hafi talið fólk lifandi en svo sé raunin að það hafi kvatt þennan heim. „Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk haldi eitthvað sem reynist svo ekki rétt. En það er best að skoða það áður en það er sett á prent,“ segir Rebekka og minnir á leitarvélina Google. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
„Bróðir minn hringdi í mig og tilkynnti að hann væri mjög kátur að ég svaraði í símann,“ segir Rebekka Margrét Ágústsdóttir úr Múla. Rebekka er spelllifandi eins og lesendur Morgunblaðsins komust að í morgun þegar þeir renndu yfir minningargreinarnar í blaðinu. Þar var að finna leiðréttingu frá Gylfa nokkrum Guðjónssyni. Gylfi Guðjónsson, sem fermdist með Rebekku í Nauteyrarkirkju vorið 1958, skrifaði í síðustu viku minningargrein um Séra Baldur Vilhelmsson heitinn sem lést þann 26. nóvember síðastliðinn. Rifjaði Gylfi upp fermingu sína og nefndi fermingarsystkin sín þrjú. Fylgdi sögunni að þau væru öll látin að frátöldum Gylfa. Minningargreinin birtist þann 4. desember en í dag birtist leiðrétting í blaðinu:Úr minningargreininni í Morgunblaðinu þann 4. desember.Enn á lífiÍ minningargrein Gylfa Guðjónssonar um Séra Baldur Vilhelmsson sem birtist 4. nóvember síðastliðinn varð honum það á að segja Rebekku Ágústsdóttur frá Múla látna. Hið rétta er að hún er enn á lífi og vill Gylfi koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi. Athygli vekur að í leiðréttinginunni segir að minningargreinin hafi birst 4. nóvember þegar hið rétta er að hún var birt í Morgunblaðinu 4. desember. Sú villa hlýtur þó að teljast minniháttar miðað við hina. Rebekka var hin hressasta og skellihló þegar blaðamaður ræddi við hana í morgun. Henni hefði vissulega brugðið aðeins þegar bróðir hennar hringdi daginn sem minningargreinin birtist. Þá hafði kunningi haft samband snemma um morguninn, mikið niðri fyrir, og sagt að hann hefði nú mætt í jarðarförina hefði hann á annað borð vitað af henni.Sagðist hringja að handan Rebekka segist hafa fundið símann hjá uppeldisbróður sínum honum Gylfa og heyrt í honum hljóðið. „Ég spurði hann hvort hann kannaðist við mig. Hann sagðist hafa heyrt röddina. Þá sagði ég honum að ég væri að hringja að handan,“ segir Rebekka sem er greinilega með kímnigáfuna á réttum stað.Rebekka, sem er búsett á Akranesi, kvartaði ekki yfir veðrinu. Sagði vindinn hafa lægt til muna frá því sem var í morgun.Vísir/GVA„Honum brá svolítið,“ segir Rebekka. Aðspurð segist hún þó ekki hafa fengið útskýringu á því hvernig hún hefði „látið lífið“. „Hann var einhvern veginn með það á hreinu að þetta hefði gerst fyrir löngu.“ Gylfi hringdi svo í Rebekku síðar um daginn þegar hann var búinn að jafna sig á mistökunum. Hann baðst afsökunar og lagði til að birt yrði leiðrétting sem nú hefur verið gert. Hann velti því töluvert fyrir sér hvort Rebekka hefði aldrei mætt á Djúpmannamót í höfuðborginni sem fram fara með reglulegu millibili. „Ég hef aldrei farið en sagði honum að það mætti skoða það. Ef ég gæti fundið hvítt dress,“ segir Rebekka og hlær. „Það væri kannski réttara að mæta og leyfa fólki að sjá að ég sé lifandi!“Rebekka Margrét Ágústsdóttir er í fullu fjöri en hún fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu.Ekki jarðað á prenti Þótt Rebekka hafi mikinn húmor fyrir þessu öllu saman færir hún minningargreinarhöfundum þau ráð að kynna sér vel hvort fólk sé ekki örugglega látið áður en það er sett á blað. „Það hefur alveg komið fyrir mig að halda að fólk sé dáið sem reynist svo alveg sprelllifandi. En ég hef ekki jarðað það á prenti,“ segir Rebekka. Svo hafi einnig komið fyrir að hún hafi talið fólk lifandi en svo sé raunin að það hafi kvatt þennan heim. „Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk haldi eitthvað sem reynist svo ekki rétt. En það er best að skoða það áður en það er sett á prent,“ segir Rebekka og minnir á leitarvélina Google.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira