Innlent

150 metrum af þriggja fasa koparkapli stolið á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Á sama tímabili var brotist inn í skrifstofu ÞÁ bíla við Eyraveg 51 og þaðan stolið peningum.
Á sama tímabili var brotist inn í skrifstofu ÞÁ bíla við Eyraveg 51 og þaðan stolið peningum. Vísir/Pjetur
Milli klukkan 1:30 og 6:00 aðfaranótt síðastliðins miðvikudags var farið inn á lóð HS veitna að Eyravegi 53 á Selfossi og þaðan stolið 130 til 150 metrum af þriggja fasa koparkapli. 

Á sama tímabili var brotist inn í skrifstofu ÞÁ bíla við Eyraveg 51 og þaðan stolið peningum. Hjólför voru á vettvangi, sennilega eftir litla sendiferðabifreið.

„Við biðjum alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir bíls og manna á umræddu tímabili að hafa samband við  lögregluna á Selfossi í síma 480 1010," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögegluþjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×