Skotland verður aldrei eins og áður Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2014 20:02 Þingmaður Skorska þjóðarflokksins á breska þinginu segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í næstu viku verði staða Skotlands allt önnur en nú. Mikið sé í húfi fyrir stjórnmálaelítuna í Lundúnum sem reyni að hræða Skota frá því að velja sjálfstæði. Skotar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandsslit við Bretland á fimmtudag í næstu viku. Lengst af hafa sambandssinnar haft verulegt forskot í könnunum en dregið hefur sman með Já og Nei fylkingunum undanfarnar vikur og Já hreyfingin jafnvel komist yfir. Angus Robertsson sem kom hingað til lands í heimsókn í október í fyrra til að efla samskipti Íslendinga og Skota, er einn leiðtoga sjálfstæðissinna og situr á breska þinginu fyrir Skorska þjóðarflokkinn. „Við höfum unnið að kappi alla þessa síðustu viku fyrir kosningarnar 18. september nk. Kannanir á undanförnum vikum hafa sýnt að fylgi sjálfstæðissinna hefur aukist,” segir Robertson. Nú einbeiti sjálfstæðissinnar sér að því að blása landsmönnum bjartsýni og kjark í brjóst. En leiðtogar stóru flokkanna í Bretlandi, Íhaldsflokksins, Verkamannaflokksins og Frjálslyndra eru farnir að hafa áhyggjur af niðurstöðunni og heimsóttu Skotland í gær til að hvetja fólk til að segja nei. „Stjórnmálaöflin í Lundúnum gera sér nú grein fyrir að fylgi við sjálfstæði er mun meira en þau töldu. Menn gera sér nú grein fyrir að þeim er vandi á höndum og nú, undir lok kosningabaráttunnar, reyna þeir hvað þeir geta að hræða okkur til að segja nei,” segir Robertson. Hann er bjartsýnn á sigur Já fylkingarinnar en segir að jafnvel þótt sambandssinnar færu með sigur á fimmtudag hafi allt breyst í stöðu Skotlands. „Stjórnmálin verða aldrei þau sömu aftur. Hver svo sem úrslitin verða vitum við að u.þ.b. helmingur íbúa Skotlands vill ekki láta stjórna sér frá Lundúnum. Það eru afar sterk skilaboð til stjórnmálamanna í Lundúnum,“ sagði Angus Robertson í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingmaður Skorska þjóðarflokksins á breska þinginu segir að hvernig sem úrslit verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í næstu viku verði staða Skotlands allt önnur en nú. Mikið sé í húfi fyrir stjórnmálaelítuna í Lundúnum sem reyni að hræða Skota frá því að velja sjálfstæði. Skotar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandsslit við Bretland á fimmtudag í næstu viku. Lengst af hafa sambandssinnar haft verulegt forskot í könnunum en dregið hefur sman með Já og Nei fylkingunum undanfarnar vikur og Já hreyfingin jafnvel komist yfir. Angus Robertsson sem kom hingað til lands í heimsókn í október í fyrra til að efla samskipti Íslendinga og Skota, er einn leiðtoga sjálfstæðissinna og situr á breska þinginu fyrir Skorska þjóðarflokkinn. „Við höfum unnið að kappi alla þessa síðustu viku fyrir kosningarnar 18. september nk. Kannanir á undanförnum vikum hafa sýnt að fylgi sjálfstæðissinna hefur aukist,” segir Robertson. Nú einbeiti sjálfstæðissinnar sér að því að blása landsmönnum bjartsýni og kjark í brjóst. En leiðtogar stóru flokkanna í Bretlandi, Íhaldsflokksins, Verkamannaflokksins og Frjálslyndra eru farnir að hafa áhyggjur af niðurstöðunni og heimsóttu Skotland í gær til að hvetja fólk til að segja nei. „Stjórnmálaöflin í Lundúnum gera sér nú grein fyrir að fylgi við sjálfstæði er mun meira en þau töldu. Menn gera sér nú grein fyrir að þeim er vandi á höndum og nú, undir lok kosningabaráttunnar, reyna þeir hvað þeir geta að hræða okkur til að segja nei,” segir Robertson. Hann er bjartsýnn á sigur Já fylkingarinnar en segir að jafnvel þótt sambandssinnar færu með sigur á fimmtudag hafi allt breyst í stöðu Skotlands. „Stjórnmálin verða aldrei þau sömu aftur. Hver svo sem úrslitin verða vitum við að u.þ.b. helmingur íbúa Skotlands vill ekki láta stjórna sér frá Lundúnum. Það eru afar sterk skilaboð til stjórnmálamanna í Lundúnum,“ sagði Angus Robertson í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira