Sjötti aldauði jarðar af mannavöldum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2014 16:59 Helsta ógnin er hvarf kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrif loftslagsbreytinga og ofveiða gætir þegar. VÍSIR/GETTY Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira