Innlent

Meirihlutinn heldur í Garðabæ

Randver Kári Randversson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn fær sjö bæjarfulltrúa í Garðabæ.
Sjálfstæðisflokkurinn fær sjö bæjarfulltrúa í Garðabæ.
Lokatölur:



Meirihluti Sjálfstæðisflokks heldur velli í Garðabæ eftir að öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hlaut 58,8% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa. Bæjarstórinn, Gunnar Einarsson, náði ekki inn í bæjarstjórn, en hann var í áttunda sæti D-listans.

Björt framtíð er næststærsti flokkurinn í Garðabæ, hlaut 14,8% atkvæða og fær tvo bæjarfulltrúa.

Samfylkingin hlaut 9,9% atkvæða og einn bæjarfulltrúa.

M-listi Fólksins í bænum hlaut 9,9% atkvæða og einn bæjarfulltrúa. 

Framsóknarflokkurinn hlaut 6,6% atkvæða og engan bæjarfulltrúa. 

Fyrstu tölur:

Samkvæmt fyrstu tölum í Garðabæ fær Sjálfstæðisflokkurinn 58,9% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa. 5214 atkvæði hafa verið talin.

Björt framtíð fær 15% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa, M-listi Fólksins í bænum fær 9,8% atkvæða og einn bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkur fær 6,7% atkvæða en engan bæjarfulltrúa.


Tengdar fréttir

Áslaug Hulda þakklát Garðbæingum

Áslaug er ánægð með fyrstu tölur og bendir á að það þurfi aðeins 61 atkvæði til þess að Gunnar Einarsson bæjarstjóri nái inn í bæjarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×