Innlent

Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Í Reykjavík heldur meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.
Í Reykjavík heldur meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Daníel

Í tíu stærstu sveitarfélögunum heldur meirihlutinn í sex, en fellur í fjórum.

Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum.

Í Reykjavík heldur meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. Í Kópavogi styrkist meirihlutinn með því að sjálfstæðismenn bæta við sig manni. Í Garðabæ tapar meirihluti sjálfstæðismanna lítilsháttar fylgi, en hefur áfram drjúgan meirihluta í bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðabæjar og Álftaness.

Í Mosfellsbæ bæta sjálfstæðismenn, sem hafa verið í meirihluta, við sig og fá hreinan meirihluta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg heldur sömuleiðis. Í Fjarðabyggð heldur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Í Hafnarfirði fellur meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en sjálfstæðismenn vinna á. Á Akranesi fellur meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og óháðra og Vinstri grænna en sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta samkvæmt fyrstu tölum.

Meirihluti L-listans á Akureyri er kolfallinn. Þá missa sjálfstæðismenn meirihluta sinn í Reykjanesbæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.