Innlent

Veðurofsinn í hámarki suðvestanlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er veðrið að ná hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er veðrið að ná hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Vísir/Valli
Lokað er nú fyrir umferð undir Hafnarfjalli og frá Leirvogstungum upp að Borgarfjarðarbrú. Þá hefur Mosfellsheiði verið lokað sem og umferð um Kjalarnes við Leirvogsá. Fyrr í kvöld var Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði lokað.

Skafrenningur og snjókoma eru á fjallvegum suðvestanlands. Þá hafa hviður undir Hafnarfjalli mælst allt að 55 metrar á sekúndu en meðalvindur er um 30 metrar á sekúndur.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er veðrið að ná hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.

Lægðin fer svo norðaustur eftir landinu og því er viðbúið að enn eigi eftir að bæta í vind sunnanlands.

Spáð er suðaustan 20-28 metrum á sekúndu og snjókomu en rigningu eða slyddu sunnan-og vestanlands. Mikilli slyddu eða rigningu er spáð suðaustanlands í nótt. Þá er spáð dimmri hríð á fjallvegum á Austfjörðum seint í kvöld og í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×