Þjálfari Arons hjá IMG: Sá strax að hann hafði hæfileika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 15:50 Aron fagnar marki sínu gegn Azerbaijan á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali við sérstakt HM-blað tímaritsins Howler Magazine. Í viðtalinu ræðir Aron m.a. um dvöl sína í Bandaríkjunum veturinn 2007-08 þegar hann var við nám í IMG-íþróttaháskólanum í Bradenton í Flórída, en þar gefst ungu og efnilegu íþróttafólki kostur á að æfa eins og atvinnumenn meðfram náminu. Margir þekktir bandarískir fótboltamenn hafa gengið í skólann í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Landon Donovan, Freddy Adu, Jonathan Spector, Oguchi Onyewu, Jozy Altidore, DaMarcus Beasley og Michael Bradley, en þeir þrír síðastnefndu eru í leikmannahópi Bandaríkjanna á HM ásamt Aroni. "Það er á menntaskólaárunum sem flestir byrja að drekka, reykja og djamma um helgar," sagði Aron við Howler. "Ég vildi helst losna við það og einbeita mér að fótboltanum. Það er nánast alltaf sama rútínan hjá IMG. Þú vaknar, ferð í skólann og ert þar til klukkan eitt, þangað til þú ferð á æfingu," segir Aron sem kynntist lífinu í IMG fyrst þegar hann var 15 ára, en þá æfði hann þar um vikutíma. Þjálfarinn Tom Durkin hreifst þá mjög af Aroni og hvatti foreldra hans til að skrá hann í skólann. "Ég sá strax að hann hafði hæfileika," segir Durkin í viðtalinu. "Hann hafði góða skapgerð, en hann var ekki sá duglegasti. Ég held að hann hafi ekki þurft að vinna fyrir öllu á Íslandi, því hann var einn af betri leikmönnunum þar. Hjá IMG leggjum við áherslu á að fólk leggi hart að sér." Aron var aðeins einn vetur í IMG, en hann kom aftur til Íslands árið 2008 og lék með Fjölni næstu þrjú árin áður en hann samdi við danska liðið AGF. "Að snúa aftur til Íslands var það besta sem gat komið fyrir Aron," segir Durkin. "Hann kom aftur heim og hann vann sér sæti í Fjölnisliðinu sem hann hefði eflaust ekki gert áður." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali við sérstakt HM-blað tímaritsins Howler Magazine. Í viðtalinu ræðir Aron m.a. um dvöl sína í Bandaríkjunum veturinn 2007-08 þegar hann var við nám í IMG-íþróttaháskólanum í Bradenton í Flórída, en þar gefst ungu og efnilegu íþróttafólki kostur á að æfa eins og atvinnumenn meðfram náminu. Margir þekktir bandarískir fótboltamenn hafa gengið í skólann í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Landon Donovan, Freddy Adu, Jonathan Spector, Oguchi Onyewu, Jozy Altidore, DaMarcus Beasley og Michael Bradley, en þeir þrír síðastnefndu eru í leikmannahópi Bandaríkjanna á HM ásamt Aroni. "Það er á menntaskólaárunum sem flestir byrja að drekka, reykja og djamma um helgar," sagði Aron við Howler. "Ég vildi helst losna við það og einbeita mér að fótboltanum. Það er nánast alltaf sama rútínan hjá IMG. Þú vaknar, ferð í skólann og ert þar til klukkan eitt, þangað til þú ferð á æfingu," segir Aron sem kynntist lífinu í IMG fyrst þegar hann var 15 ára, en þá æfði hann þar um vikutíma. Þjálfarinn Tom Durkin hreifst þá mjög af Aroni og hvatti foreldra hans til að skrá hann í skólann. "Ég sá strax að hann hafði hæfileika," segir Durkin í viðtalinu. "Hann hafði góða skapgerð, en hann var ekki sá duglegasti. Ég held að hann hafi ekki þurft að vinna fyrir öllu á Íslandi, því hann var einn af betri leikmönnunum þar. Hjá IMG leggjum við áherslu á að fólk leggi hart að sér." Aron var aðeins einn vetur í IMG, en hann kom aftur til Íslands árið 2008 og lék með Fjölni næstu þrjú árin áður en hann samdi við danska liðið AGF. "Að snúa aftur til Íslands var það besta sem gat komið fyrir Aron," segir Durkin. "Hann kom aftur heim og hann vann sér sæti í Fjölnisliðinu sem hann hefði eflaust ekki gert áður."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira