Innlent

Hyggjast bæta merkingar vegna sundferðar drengsins í Flosagjá

ingvar haraldsson skrifar
í hættu Drengurinn var í sjálfheldu á lítilli syllu eftir sund í gjánni.
í hættu Drengurinn var í sjálfheldu á lítilli syllu eftir sund í gjánni. mynd/Einar ásgeir Sæmundsson
Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, býst við því að merkingar verði bættar í kjölfar þess að hann kom að bandarískum dreng í sjálfheldu í Flosagjá. Drengur hafði stokkið nakinn út í jökulkalt vatnið eftir hvatningu frá fjölskyldu sinni.

„Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettaveggnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar. Betur fór þó en á horfðist og náði drengurinn að klifra af sjálfsdáðum upp klettavegginn og komast upp úr gjánni.

Einar segir að í kjölfar atviksins muni þurfa að vara betur við sundi í Flosagjá og Peningagjá sem er næsta gjá austan við Flosagjá.

„Það á að fara að laga aðstöðuna vestan við Flosagjá þar sem gengið er yfir. Þar á að setja niður skilti og það er alveg ljóst að við munum minnast á það að gjáin er ekki ætluð til sunds,“ segir Einar.


Tengdar fréttir

Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu

„Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×