Fjórir kennarar kvörtuðu undan móður til Persónuverndar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 12:26 Móðirin mátti senda skýrsluna. Fjórir kennarar kvörtuðu undan móður til Persónuverndar, vegna þess að hún áframsendi álitsgerð í eineltismáli dóttur sinnar. Móðirin sendi álitsgerðina á aðra kennara í skólanum sem dóttir hennar gengur í og voru fjórir kennarar ósáttir við það því í álitsgerðinni mátti finna vitnisburð þeirra. Töldu kennararnir þetta vera brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eins og kemur fram á vef Persónuverndar. Kennarar lögðu inn formlega kvörtun vegna póstsendingarinanar en í úrskurði Persónuverndar kom fram að móðirin mátti senda álitsgerðina áfram; að móðirin hafi ekki brotið lög og að póstsendingin hafi verið liður í að gæta lögmætra hagsmuna dóttur hennar. Kennararnir voru ósáttir með póstsendinguna því þegar sálfræðingurinn sem vann álitsgerðina tók skýrslu af þeim var kennurum tjáð að fyllsta trúnaðar yrði gætt. Þeir töldu einnig að vegið væri að sér sem persónum og fagmönnum með að senda póstinn. Í kvörtun kennaranna kom einnig fram að nokkrir kennarar sem hefðu aldrei kennt dóttur konunnar hefðu fengið álitsgerðina, auk eins kennara sem er hættur að kenna við skólann. Lögmaður móðurinnar tiltók meðal annars að álitsgerðin hafi ekki verið merkt sérstaklega sem trúnaðarskjal en móðirin fékk hana frá skólastjóra skóla dóttur hennar. Í máli konunnar kom fram að hún teldist ekki ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinganna heldur skólinn og skólastjórnendur. Lögmaðurinn tók einnig fram að allir kennararnir hefðu fengið tækifæri að lesa sinn vitnisburð yfir og athuga hvort að rétt væri eftir þeim haft. Hún segist ekki hafa getað farið yfir álitsgerðina og strikað yfir það sem hún teldi vera persónuupplýsingar, sér í lagi vegna þess að skólayfirvöld hefðu ekki gert það þegar þau sendu skýrsluna til hennar. Úrskurðarnefnd Persónuverndar tók undir þessi sjónarmið móðurinnar og telur hana hafa verið að gæta hagsmuna dóttur sinnar. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Fjórir kennarar kvörtuðu undan móður til Persónuverndar, vegna þess að hún áframsendi álitsgerð í eineltismáli dóttur sinnar. Móðirin sendi álitsgerðina á aðra kennara í skólanum sem dóttir hennar gengur í og voru fjórir kennarar ósáttir við það því í álitsgerðinni mátti finna vitnisburð þeirra. Töldu kennararnir þetta vera brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eins og kemur fram á vef Persónuverndar. Kennarar lögðu inn formlega kvörtun vegna póstsendingarinanar en í úrskurði Persónuverndar kom fram að móðirin mátti senda álitsgerðina áfram; að móðirin hafi ekki brotið lög og að póstsendingin hafi verið liður í að gæta lögmætra hagsmuna dóttur hennar. Kennararnir voru ósáttir með póstsendinguna því þegar sálfræðingurinn sem vann álitsgerðina tók skýrslu af þeim var kennurum tjáð að fyllsta trúnaðar yrði gætt. Þeir töldu einnig að vegið væri að sér sem persónum og fagmönnum með að senda póstinn. Í kvörtun kennaranna kom einnig fram að nokkrir kennarar sem hefðu aldrei kennt dóttur konunnar hefðu fengið álitsgerðina, auk eins kennara sem er hættur að kenna við skólann. Lögmaður móðurinnar tiltók meðal annars að álitsgerðin hafi ekki verið merkt sérstaklega sem trúnaðarskjal en móðirin fékk hana frá skólastjóra skóla dóttur hennar. Í máli konunnar kom fram að hún teldist ekki ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinganna heldur skólinn og skólastjórnendur. Lögmaðurinn tók einnig fram að allir kennararnir hefðu fengið tækifæri að lesa sinn vitnisburð yfir og athuga hvort að rétt væri eftir þeim haft. Hún segist ekki hafa getað farið yfir álitsgerðina og strikað yfir það sem hún teldi vera persónuupplýsingar, sér í lagi vegna þess að skólayfirvöld hefðu ekki gert það þegar þau sendu skýrsluna til hennar. Úrskurðarnefnd Persónuverndar tók undir þessi sjónarmið móðurinnar og telur hana hafa verið að gæta hagsmuna dóttur sinnar.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira